ATHUGIĐ! Bloggar.is mun loka 1. apríl 2016!
201,5 kíló farin síđan 1. september 2008! Breyttu lífinu ţínu međ okkur! :)

Undirsíđukubbur

Auglýsing

Innskráningar kubbur

STIMPL!

10. ágúst 2012 klukkan 00:40

jæja stelpur!
sumarið er að klárast og þá förum við flestar að detta aftur í venjulega rútínu, sumarfríin að verða búin og svona :)

eru einhverjar enn hér?? eða á maður að fara að færa sig annað? :/

kv Litlaljósið :) 

ekkert gengur...

19. júlí 2012 klukkan 12:14

vona að þið séuð að standa ykkur betur en ég.. er búin að fara tvisvar út að hlaupa frá síðustu færslu og matarræðið eins slæmt og hægt er!!

er búin að vera í sumarfríi þessa vikuna og hef ekki einu sinni fengið mig til að fara í ræktina.. þrátt fyrir að hafa lítið annað að gera!!
vona innilega að ég fari að finna metnaðinn minn því ég finn mig bara blása út með degi hverjum :(


kv Litlaljósið 

Hlauparinn.

11. júlí 2012 klukkan 20:20
Jæja þá er ég komin á fullt við að ná af mér aukakílóunum eftir meðgönguna, stelpan mín er að verða 9 mánaða og meðgöngukílóin virðast ekki ætla að fara að sjálfu sér :( Er núna búin að léttast um 3.6 kg á 3 vikum og næsta vigtun er eftir viku, ætla að láta líða 2 vikur á milli vigtanna. Ég er að fara til Boston eftir 15 vikur og ætla að vera búin að losa mig við 7 kg fyrir þann tíma í það minnsta og ná mér niður í 75 kg en ég hef aldrei verið svona þung eins og núna.

Ég er farin að hlaupa alveg slatta og svona 3x í viku, reyni svo að mæta og lyfta líka eða í eitthverja tíma svo ég er að mæta allt frá 3-6x í viku í gymmið og farin að bæta mig heilmikið, búin að vera að mæta svona í mánuð núna.

Í þessari viku er ég búin að hlaupa 16.5 km á þrem dögum svo þetta er allt að koma en ég fór lengst í dag eða heila 8 km sem mér finnst mjög gott, hljóp þá á 60 mín. ég stefni svo á 10 km eftir 1-2 vikur :)

Skal reyna að vera dugleg að blogga :)

Skottan

Halló Halló! :)

09. júlí 2012 klukkan 10:37
Sælar Stelpur!
hvernig væri að reyna að koma smá lífi í síðuna okkar? ..ég veit það er sumar og margir (allavega ég) eru aðeins of góðir við sig þegar sólin skín..

ég hef náð mjög góðum árangri með að skrifa hérna reglulega, hélt mér vel við efnið og gott að fá hvatningu og ráð..
núna er ég alveg á botninum :(
hef ekki farið í ræktina í 2-3mánuði þrátt fyrir að hafa nægan tíma til þess..
hef ekki verið svona þung í 2-3ár og virðist ekkert ætla að hætta að þyngjast, þegar ég var sem virkust hér var ég í kringum 55-57kg og passaði mig alltaf að reyna að halda mér undir 60kg.. en það hefur aldeilis breyst, fór á vigtina í morgun og þar blasti við 67kg!!! og fyrir mig sem er smábeinótt og ekki sú hæsta í bransanum þá er það mjög há tala...
finn alveg greinilega á fötunum mínum að ég er búin að bæta veeel á mig, er nánast farin að vera eingöngu í kjólum sem ekki liggja þétt að maganum, eða buxum og víðum bolum/peysum, sem mér finnst ömurlegt því ég á svo mikið af flottum fötum sem fara mér engan vegin þegar ég er búin að bæta svona á mig :/

fékk pínu reality check um helgina þegar ég sá myndir af mér úr útilegu, sást vel og greinilega á andlitinu á mér að það væru búin að læðast að nokkur auka kíló..

EN ég ætla ekki að væla meira, varð bara að koma þessu frá mér!
núna er það bara GÆS-in alla leið, ætla að reyna að vera dugleg að blogga hér og halda mér við efnið..
tók með mér ræktardótið í vinnuna og ÆTLA að fara eftir vinnu! :)

vona að það fari að komast einhver hreyfing á hérna :)

kv Litlaljósið

JÚLÍ - áskorun!

28. júní 2012 klukkan 01:11
Hæhæ

Í JÚLÍ! ætla ég að lifa eftir sex einföldum reglum:

1. Ekki borða neitt nammi
2. Ekki drekka neitt gos
3. Ekki borða neitt á kvöldin (tannbursta eftir kvöldmat og bara í mesta lagi vatn eftir það)
4. Sofa alltaf milli 23 og 7! helst fara í rúmið klukkan 22 því ég er svo lengi að sofna ;)
5. Hlaupa eftir C5K hlaupaprógramminu (er byrjuð)
6. Gera 30 daga áskorun frá bodyrocker (er byrjuð)

Öll umfram hreyfing er bónus ;)

Ef það er einhver hér inni ennþá ;) sem á erfitt með að byrja þá skora ég á þig að taka þátt í þessu með mér ;)

Ég ætla líka að reyna að muna eftir að blogga amk 1x viku :)

kv. AUDI

Komin aftur enn á ný! ;)

24. maí 2012 klukkan 15:19
Jæja... nú er ég enn og aftur komin aftur ;)

Ég byrjaði af krafti í átaki um áramótin en varð svo ólétt þá varð þyngdartap ekki lengur eftst á listanum ;) Ég var samt mjööög dugleg að borða hollt á meðan ég var ólétt og var komin niður í 92kg. Ég missti síðan fóstrið á 13.viku 20.apríl... og fór í sjálfsvorkunarSUKK!!! Núna er ég aftur orðin 96,5kg :S 

Nú er ég byrjuð aftur og stefni á að missa 6,5kg í sumar (í júní júlí og ágúst svo þetta eru rétt rúml. 2kg á mánuði) og svo 1 kg á mánuði eftir það... Ég hef hingað til alltaf sagt ég ætli að missa 1kg á viku en ég held ég sé að gera mér of stór markmið... ætla að prófa að minnka þau til að ath hvort ég geti þá frekar staðið við þau ;) 

Ég er bara þannig að ég hætti og gefst upp ef markmiðin eru ekki að standast 100% og þess vegna held ég að ég þurfi að setja mér markmið sem ég get pottþétt staðið við... allt sem fer aukalega er þá bónus sem ég get bara verið ánægð með ;)

Það er nefninlega svo asnalegt að ef ég set mér þau markmið að missa 5kg á einum mánuði og missi svo 4 er ég ógeðslega fúl og ósátt... en ef ég hefði sett mér þau markmið að missa 3kg væri ég súperánægð með þessi 4...

Ég setti upp nýtt sumarmarkmið fyrir okkur á undirsíðuna góðu... setti það upp sem 15kg yfir sumarið... endilega látið mig vita ef ykkur finnst það of eða van ;)

kv. AUDI

Markmiđssetning

14. maí 2012 klukkan 10:39
Í framhaldi af blogginu hérna fyrir neðan:

Ég vigtaði mig í morgun 120,8 kg. Þ.a.l. að ég ætla að missa 20,9 kg fyrir 1.október.
Þetta er stórt markmið sem ég ÆTLA að ná. Just watch me ;)

Verð orðin 99,9 í síðasta lagi 1. október!

Það þýðir:
115  - 1. júlí
110  - 1. ágúst
105  - 1. september
99,9 - 1. október

Hver eru sumarmarkmiðin ykkar?

Inga

"en hún er nú frekar feit greyiđ"

13. maí 2012 klukkan 11:48
Jæja ég ákvað að skella inn einu bloggi hérna. Hef verið að fylgjast með og enginn sett neitt inn svo ég er hætt að nenna að bíða. Ég er núna í langri prófatörn fram í miðjan júní og hefur gengið svona upp og niður í henni.
Í gær var ég að hitta vini kærastans míns svona almennilega í fyrsta skipti. Það gekk alveg ágætlega. Í morgun sat ég svo við hliðina á honum í rúminu og var að mála mig. Hann var að spjalla eitthvað við þá í tölvunni og kveikti svo á einhverjum þætti sem dróg athygli mína að skjánum. Þa sá ég að einn þeirra hafði sagt:

"en hún er nú frekar feit greyið"

Ég er komin með nóg af þessu.  Það er einhvernveginn sama hvað maður gerir, hvernig maður kemur fram og allt það þetta er ALLTAF það sem fólk einblínir á. Ég var mjög ánægð með hvernig ég hegðaði mér eftir þetta, lét eins og ég hefði ekkert séð, fór heim og í staðinn fyrir að fara í hagkaup að kaupa nammi í massavís eins og ég hefði gert eftir svona comment þá fór ég bara heim. Núna er ég pirruð og ætla að nota þennan pirring til að hjálpa mér að losna við þetta. Það er náttúrulega fáránlegt að hugsa til þess að bara af því ég er ennþá 30-40 kg of þung þá geti fólk ekki hitt mig eða talað um mig án þess að það komi upp. Ég ætla ekki að láta þetta hafa áhrif á mína framtíð lengur.

Ég er núna rúm 120 kg, vigta mig á morgun og set það inn, en ég er búin að setja mér markmið á alveg nýjan hátt. Markmiðið mitt er að ná niður í 99,9 kg fyrir 1. október. Til þess að ég geti ekki ákveðið bara að gleyma þessu markmiði þá lét ég prenta það á bol. Á honum stendur stórt "99,9" yfir brjóstin og svo fyrir neðan með litlum stöfum "f. 01.10.2012". Ég er komin með nóg af því að fólk horfi niður á mig eða finni til með mér útaf stærðinni minni. Það þarft enginn að finna til með mér. Mér líður bara nokkuð vel í eigin skinni, ég er í góðu formi og á góða að. Þetta er alveg komið gott!!

Ég ÆTLA að ná þessu markmiði. Ef fólk getur misst 100 kg á ári þá get ég misst 20 kg á rúmum 4 mánuðum!

Inga

Betri kynni viđ gamlar tölur

16. mars 2012 klukkan 13:45
Hæ stelpur

Hlakka til að heyra meira frá ykkur um hvernig lífið gengur. Hjá mér gengur svosem ágætlega. Ég hef í rauninni undanfarið reynt að vera raunsæ bara. Ég reiknaði það út að til þess að léttast um ca hálft kíló á vku þyrfti ég að borða um 1800 kcal á dag. Ákvað síðan að ég myndi í raun bara borða hvað sem ég vil, hvort sem það er þá pítsa í matinn eða að fara út í ísbúð um kvöldið, svo lengi sem ég borða bara u.þ.b. 1800 á dag. Auðvitað reyni ég að borða bara hollt svona dag frá degi en reyni að vera ekki að neita mér um hluti. Þó að mig langi í kex þá fæ ég mér það bara en passa að setja það inn í matardagbókina svo það sé hluti af kaloríutalningunni.

Núna er ég að nálgast það að þurfa ekki að skrifa niður lengur. Er svona farin að finna fyrir því hvað 1800 kcal er og vita þá hvenær ég er að nálgast það mark yfir daginn.

Í dag hitti ég einmitt tölu sem var gamall óvinur á uppleiðinni en ég tók fagnandi núna á niðurleiðinni. Það var 121,4 kg. Þegar ég byrjaði hérna hjá ykkur á síðunni var ég minnir mig 134,2 kg svo þetta lallast hægt og rólega. Þegar ég var þyngst var ég nú um 145 kg svo þetta gengur.

Er alls ekki að borða eitthvað 100% hollt og hef alveg lent í því að taka átköst eins og ég var vön en er orðin svolítið meðvitaðri um það að ég er í raun fíkill þegar kemur að nammi, snakki og öðru ruslfæði og reyni að sniðganga það eins og ég get. Er líka að reyna að æfa mig í því að þó að ég sé ein þá eigi ég ekki að gúffa, ég þurfi að geta fengið mér bara einn mola eða einn bita. Gengur svona allt í lagi bara.

Allavega vonandi eru þið ennþá að kíkja hérna inn á og eeeendilega skellið inn bloggi og nýjustu tölum.

Inga

smá update..

13. mars 2012 klukkan 19:10
Sælar!!

voðalega er lítil hreyfing hérna á síðunni upp á síðkastið :/
af mér er svona lala að frétta, gafst upp á nammibindindinu, og tók það heldur betur með trompi.. fór á vigtina í morgun og þar var 64,1.. ég sem ætlaði að vera komin undir 60kílóin..

eeen við látum það ekki á okkur fá!
byrjaði í gær að nota app í símanum sem heitir myfitnesspal.. getið líka séð það á www.myfitnesspal.com mjög sniðugt til að skrá mat inn og svona, því maður er alltaf með símann á sér, ég hef oft reynt að halda matardagbók en svo gleymist hún í vinnuni eða heima og ég er ekki nógu dugleg að skrifa í hana, besta við þessa síðu/app er að það er mestallur íslenskur matur þarna inni, sem er snilld! er búin að vera að skoða í leitinni svona mat sem ég borða oft og það var velflest þarna inni :)

þegar maður skráir sig þá skráir maður þyngd, æfingar og markmið.. ég ákvað að setja inn að fara niður í 55kg og reyna að léttast um hálft kíló á viku og miðaði við 4 50min æfingar á viku, og reiknivélin þarna gaf mér upp 1370kal sem dagsskammt, sem mér finnst frekar lítið... en ég er að prófa þetta, að halda mig í kringum 1400 kal, tókst í gær og í dag.. tekur bara smá tíma að venjast að borða minna, var orðin vön að borða bara hreinlega alltof mikið.. kann ekki að stoppa, svo það hjálpar mér mikið að sjá hvað ég er búin með og hvað ég á margar karólínur inni ;)

hef þetta ekki lengra í bili.. langaði bara að segja ykkur frá þessari síðu :)

kv litlaljósið :)


 

vika 16

09. mars 2012 klukkan 20:26
Þá er það vika 16 af formlegum lífstílsbreytingum hér á síðunni.
Í dag var talan á vigtinni 122,6 kg :) Ég er ánægð með það. Alltaf gott þegar það kemur ný tala og aðallega LÆGRI tala.

Hvar eruð þig annars stelpur? Er farin að sakna þess að koma inn og sjá ný blogg frá ykkur og nýjar tölur!

Inga

:)

04. mars 2012 klukkan 13:07
Það er alltaf gaman að sjá nýja tölu. Þ.e.a.s. tölu sem maður hefur ekki séð lengi. Veit ekki einu sinni hvenær ég var í þessari þyngd síðast. Var síðast þegar ég vigtaði mig 122,9 kg :)

Vonandi verður önnur ný tala næst :)

Hvernig gengur hjá ykkur?

Inga

Atburđarteljari

Atburđarteljari

Teljari

  • Heimsóknir í dag: ...
  • Ţennan mánuđ: ...
  • Frá upphafi: ...

Könnun

hver er ţín uppáhalds hreyfing?

Klukkan